• Home >>

Vantar þig nýjan vef eða netverslun?

Þó við smíðum ekki lengur vefi sjálfir höfum við margra ára reynslu af forritun og smíði á vefjum í WordPress og vefverslunum í WooCommerce. Aðkoma okkar er mismunandi í hverju verkefni en öll nýsmíði á vefsíðum er unnin af okkar samstarfsaðilum sem eru nokkrar af færustu vefstofum landsins.

Ávinningur fyrirtækja af því að vinna með TACTICA þegar smíða þarf nýjan vef er mikil þekking okkar og  reynsla í hýsingum og sérsmíði á viðbótum fyrir WordPress og WooCommerce. TACTICA hefur meðal annars smíðað viðbætur og tengingar við greiðslugáttir íslensku kortafyrirtækjanna og rekið þær um árabil.

Ef þig vantar nýja vefsíðu frá grunni getum við tengt þig við traustan aðila til að vinna verkið.

Okkar samstarfsaðilar í vefsíðugerð

Eftirfarandi aðilar sjá um öll vefsíðuverkefni sem inn á okkar borð koma


Cell
Cell
Cell
Cell
Cell
Cell
Cell
Cell
Cell
Cell
Cell

Ert þú að sinna vefsíðugerð eða ertu hluti af vefteymi?

Ef svo er þá langar okkur mjög mikið að heyra frá þér - bjallaðu í okkur eða sendu okkur línu á [email protected]

Tenging milli vefverslunar og bókhaldskerfa

Höfum smíðað vandaða samþættingu milli DK hugbúnaðar og WooCommerce / WordPress sem samþættir vörur, vörulýsingu, birgðastöðu, verð og pantanir. Eigum einnig til tengingu fyrir Navision.

Þessi lausn sparar mikinn tíma og eyðir þeim tvíverknaði sem fylgir því að halda við vörunum bæði í DK og í vefversluninni.