Samþættingarlausnir

Við hjá TACTICA teljum okkur vera leiðandi þegar kemur að samþættingarlausnum milli vefverslana og bókhaldskerfa. Við höfum nú þróað hugbúnaðarlausn sem við köllum Integrator sem bæði einfaldar og gerir alla vöruumsýslu í vefverslun skilvirkari.

Integrator

Integrator er millilag sem tengir saman gögn til birtingar á vefnum. Í dag eigum við tilbúnar tengingar á milli WordPress (Woocommerce), Joomla, DK, Navison og Shopify og lítið mál er að bæta við tengingum og sérlausnum fyrir þau kerfi sem ekki eru tengd nú þegar.

Með tengingu á milli kerfanna getum við samþætt t.d. birgðastöðu, verð, pantanir, eigindi, vöruflokka o.fl.

En tengingin sjálf milli vefverslunar og bókhaldskerfis er bara hluti af lausninni, þó svo tenging sé komin á milli kerfanna  þarf yfirleitt að "snyrta" vöruna fyrir birtingu í vefverslun, því við fáum t.d. ekki vörulýsinguna né spekkana formatteraða beint úr bókhaldskerfinu og oft er óþjált að geyma og samþætta myndir úr bókhaldskerfinu og því fer myndaumsýslan fram í Integrator.  

Dæmi um fyrirtæki sem nota Integrator

Vöruumsýsluviðmót

Til að stíga skrefið til fulls höfum við þróað vöruumsýsluviðmót ofan á millilagið þar sem höfuðáhersla er lögð á einfaldleika og hraða vinnslu með vörur. 

Markmiðið með viðmótinu er að þar fari öll vinnsla fram sem snýr að vörunum og notendur þurfi þ.a.l. ekki að vinna í stjórnborði vefverslunarkerfisins.

Hvaða vinnsla fer fram í vöruumsýsluviðmótinu?

Eftirfarandi eru nokkrar af algengum aðgerðum sem hægt að framkvæma í Integrator viðmótinu

  • Leiftusnögg leit í vörum eftir heiti eða vörunúmeri, einnig hægt að sía eftir vöruflokkum eða í hvaða stöðu vara o.fl.
  • Bæta við eða breyta myndum á vöru, hægt að croppa myndir t.d. Einnig er hægt að sækja myndir með því að setja inn vefslóð og sækir þá kerfið myndina og setur hana inn (linkar ekki í hana).
  • Þægilegt að setja inn spekka fyrir vörur, ekkert töfluvesen.
  • Custom Fields, þarfir og vörur fyrirtækja eru mismunandi sem oft kallar á ólíkar framsetningar á vörum í vefverslun. Hægt er að mæta þeim þörfum með svokölluðum sérreitum (custom fields).
  • Hægt er að setja reglur um innsetningu vara, t.d. er hægt að skilgreina lágmarkslengd vörulýsingar, lágmarks- og hámarksstærð mynda eða lágmarks- og hámarks fjölda mynda.
  • Skýr yfirsýn yfir hversu tilbúnar vörur eru fyrir birtingu (Product Readiness) og því einfalt að finna allar vörur sem falla ekki undir þá skilgreiningu að vera tilbúnar.
  • Margt, margt fleira :)

Hafðu endilega samband og bókaðu kynningu hjá okkur.