Rekstur tölvukerfa

Tölvukerfi þurfa vandað viðhald og stöðugt eftirlit. Með tölvukerfið í rekstrarþjónustu hjá TACTICA ertu öruggur með ítarlegt eftirlit, nýjustu uppfærslur og hámarks uppitíma. Þau fyrirtæki sem leita til okkar hafa yfirleitt ekki þörf fyrir sérstaka tölvudeild innan fyrirtækisins en vilja hafa greiðan aðgang að færustu sérfræðingum með þekkingu og reynslu af lykilkerfum fyrirtækisins ásamt getu til að leysa öll vandamál sem upp koma.

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar

Við hjá GKG höfum treyst á þjónustu Tactica allt frá stofnun fyrirtækisins. Starfsfólk Tactica er ávallt reiðubúið að finna bestu hugsanlegar lausnir fyrir okkur um leið og hagkvæmnin er höfð að leiðarljósi. Það má segja það að Tactica hafi allt sem stóru fyrirtækin geta boðið upp á, það er traust og áreiðanleiki um leið og Tactica hefur sveigjanleikann sem einkennir minni fyrirtæki. Í ljósi reynslu okkar mælum við hiklaust með þjónustu Tactica.

profile-pic
Agnar Már Jónsson

Fáðu frekari upplýsingar um 
rekstur tölvukerfa

Hringdu núna í síma 546 6000 eða spjallaðu við okkur hér á vefnum.