Hýsingar í vottuðu umhverfi

TACTICA á og rekur hýsingar.is og viljum við benda á þann vef fyrir nánari upplýsingar um hýsingarþjónustu okkar. 

Höfum margra ára reynslu í vefhýsingum og hýsum vefi af öllum stærðum og gerðum og erum einir af stærstu hýsingaraðilum landsins. Allir okkar vefþjónar eru afritaðir daglega og þjónarnir eru hýstir í ISO vottuðu gagnaveri (ISO 27001). Varaleiðir eru á öllu, nettengingu, rafmagni, etc. Okkar vefþjónar keyra á cpanel og plesk umhverfi.

Ekki bara hýsingar
Við aðstoðum einnig við að leysa vandamál sem upp koma á vefsíðum viðskiptavina okkar, svo sem hreinsun á sýktum vefsíðum, uppfærslur á vefumsjónarkerfum og forritun á sérlausnum. Erum með reynslumikla forritara innanhúss sem eru m.a. sérhæfðir í WordPress lausnum. 

Við smíðum ekki vefsíður
Ef þörf er á nýjum vef er gott að leita til okkar því við erum í nánu samstarfi við helstu vefstofur landsins í WordPress vefsíðugerð og getum komið þér í samband við þann aðila sem við teljum henta best í verkefnið.