Hvað eru skýjaþjónustur og hvaða leiðir eru í boði?

Þegar talað eru um að hafa skrifstofuna í skýinu er átt við að öll helstu gögn og verkfæri fyrirtækisins eru öllum starfsmönnum aðgengileg hvar sem er á hvaða tæki sem er. Öll gögn eru þá einnig hýst í skýinu með auknu gagnaöryggi. Þetta býður upp á mikla möguleika í samvinnu í skjölum milli starfsmanna og svo í samskiptum við viðskiptavini.

Tölvupósturinn

Kjarninn í Microsoft 365 og Google Workspace er tölvupósturinn. Bæði Google og Microsoft bjóða upp á tölvupóstinn í vafra eða forritum fyrir snjallsíma og spjaldtölvur, bæði á iOS og Android. Microsoft gengur svo lengra með Outlook forritinu sem flestir þekkja. Outlook er í boði bæði á Windows og Mac ásamt snjalltækjaútgáfum. Báðar þjónustur samhæfa allan póst á milli tækja. Fyrir notandann þýðir það að póstur sem er lesinn á biðstofunni hjá tannlækninum er merktur lesinn í tölvupóstinum í vafranum eða outlook í tölvunni þegar þú kemur aftur upp á skrifstofu. Þetta eitt er mikill tímasparnaður og einföldun.

Skrifstofuhugbúnaðurinn (Office)

Til viðbótar við tölvupóstinn er skrifstofuhugbúnaðurinn. Microsoft Word, Excel og Powerpoint þekkja flestir. Þær lausnir hafa verið flaggskipið í skrifstofuhugbúnaði á síðustu árum. Öll forritin eru í boði í vafra, á snjalltæki eða sem hefðbundinn hugbúnaður á Windows og Mac. Með 365 áskrift hefur þú aðgang að nýjustu útgáfu Office hverju sinni.

Google fer aðra leið en Microsoft með sinni skrifstofu línu. Ritvinnsluforrtið Docs, töflureiknirinn Sheets og glæruforritið Slides eru hannaðir frá grunni sem skýjalausnir með fjölvinnumöguleika. Þær eru hafa takmarkaðri möguleika en hin rótgrónu Office forrit frá Microsoft en fyrir flest fyrirtæki þá hafa þau það sem fólk þarfnast.

Einfaldur en fullkominn samvinnumöguleiki er orðinn hjartað í vinnuflæði lítilla og stórra fyrirtækja um allan heim. Microsoft hefur bætt við miklum samvinnumöguleikum í Office í síðustu útgáfum en með fleiri möguleikum kemur oft aukið flækjustig.

Erfitt er að segja að önnur hvor lausnin henti öllum og því er mikilvægt að kynna sér báðar lausnir vel. Hér fyrir neðan eru tenglar á ýtarlegri upplýsingar um Microsoft 365 og Google Workspace. Einnig getur þú haft samband við ráðgjafa okkar og fengið ítarlegri upplýsingar.

Vantar þig aðstoð við val á skýjalausn fyrir þitt fyrirtæki?

Hringdu núna í síma 546 6000 eða spjallaðu við okkur hér á vefnum.