Google Lausnir

TACTICA er vottaður endursölu- og þjónustuaðili fyrir Google Lausnir, ef þú finnur ekki þína lausn hér á síðunni þá endilega settu þig í samband við okkur og við finnum út úr því með þér! 

Google Workspace

Google Workspace er frábær lausn fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Innan vinnusvæðis Google má finna tölvupóstinn Gmail, sem umhverfið er byggt á, og allan þann skrifstofuhugbúnað sem daglegur rekstur þarf á að halda.

Þar á meðal er ritvinnsluforritið Docs, töflureiknirinn Sheets og glærukynningarforritið Slides. Öll mikilvægustu gögnin eru geymd í skjalaþjónustunni Google Drive, sem ber þann kost að gera þau aðgengileg úr öllum leyfðum tækjum!

Tölvupóstur í umhverfi sem þú þekkir

 • Póstur allra starfsmanna frá þínu léni (@þittfyrirtæki.is) hýstur í gmail 
 • Fyrsta flokks ruslpósts- og vírusvörn
 • 30GB af geymsluplássi fyrir hvert pósthólf 
 • TACTICA heldur utan um alla þína notendur. Aðstoð við breytingar á notendum og lykilorðum
 • Virkar í vafra og appi á iOS og Android snjalltækjum

Google Calendar

 • Miðlægt dagatal sem heldur utan um mikilvæga fundi og lætur þig vita með fyrirvara
 • Einfaldar fundarboðun og einfalt að tengja við snjalltæki starfsfólks
 • Heldur utan um skilafresti og býður upp á að stilla á einbeitingar tíma
 • Virkar í vafra og í appi á iOS og Android snjalltækjum

Google Docs, Sheets og Slides

 • Öll skjöl fyrst og fremst í skýinu
 • Öll skjöl vista sjálfkrafa
 • Allir starfsmenn geta unnið saman í sama skjalinu og sjá breytingar hvers annars í rauntíma
 • TACTICA heldur utan um alla þína notendur og sér um að breyta lykilorðum og stofna nýja notendur
 • Virkar í vafra og appi á iOS og Android snjalltækjum

Google Drive

 • Hafðu skjöl allra starfsmanna á einum öruggum stað
 • Öll skjöl aðgengileg hvar sem er og hvenær sem er í vafra eða möppu á tölvunni
 • Virkar í vafra og appi á iOS og Android snjalltækjum

Google Meet

 • Innbyggður fjarfundabúnaður sem er einfaldur í notkun
 • Hægt að taka upp fundina
 • Auðvelt að deila skjánum eða skjölum og gögnum til fundargesta
 • Virkar í vafra og appi á iOS og Android snjalltækjum

Google Education Plus

TACTICA er vottaður endursölu- og þjónustuaðili Google Education Plus á Íslandi og þjónustar fjölda menntastofnanna um land allt.

Helstu kostir Google Education Plus umfram Education Fundamentals eru víðtækari öryggisráðstafanir sem uppfylla reglur um meðferð gagna og persónuvernd ungmenna.

Hér er hægt að sjá nánari mun á útgáfum Google Workspace for Education.

Hringdu núna í síma 546 6000 eða spjallaðu við okkur hér á vefnum.