
Ferlamyndir
Ferlamyndir er frábær lausn fyrir fyrirtæki sem þurfa eða vilja halda góða myndræna sögu yfir þau verkefni sem unnin hafa verið.
Það getur verið ómetanlegt að geta flett upp í eldri verkum til upprifjunar eða til að sýna fram á hvernig frágangi var háttað sem dæmi.
Við smíði á appinu var lögð sérstaklega mikil áhersla á einfaldleika í notkun og því mjög fljótlegt að innleiða notkun á því, líka hjá notendum sem ekki eru tæknilega sinnaðir.
Notendur þurfa að vera með áskrift hjá TACTICA ehf.
Áskriftin veitir aðgang að appinu og innifelur stórt geymslupláss fyrir myndasafn.
Hver er ávinningurinn?
Hvernig er ferlið við notkun?




