Ferlamyndir

Ferlamyndir

Ferlamyndir er frábær lausn fyrir fyrirtæki sem þurfa eða vilja halda góða myndræna sögu yfir þau verkefni sem unnin hafa verið.

Það getur verið ómetanlegt að geta flett upp í eldri verkum til upprifjunar eða til að sýna fram á hvernig frágangi var háttað sem dæmi.


Við smíði á appinu var lögð sérstaklega mikil áhersla á einfaldleika í notkun og því mjög fljótlegt að innleiða notkun á því, líka hjá notendum sem ekki eru tæknilega sinnaðir.


Notendur þurfa að vera með áskrift hjá TACTICA ehf.

Áskriftin veitir aðgang að appinu og innifelur stórt geymslupláss fyrir myndasafn.

Hver er ávinningurinn?

  • Ferlamyndir sparar tíma með einföldu og skilvirku ferli.
  • Þú munt aldrei aftur týna myndum og auðvelt er að finna eldri myndir í myndasafninu með leit.
  • Vistun vinnutengdra mynda er ekki á víð og dreif heldur allt myndasafnið á einum stað.
  • Myndir sem teknar eru með appinu blandast ekki saman við einkamyndir á símanum heldur eru aðskildar.
  • Auðvelt er að deila myndum með samstarfsfólki eða viðskiptavinum - hægt að senda myndir sem viðhengi eða einfaldlega vísa á myndasafn með hlekk.

Hvernig er ferlið við notkun?

  • Þú skráir verkheiti og tekur myndir. Appið býr til möppu í skýinu (nafn á möppunni er verkheitið) og setur allar myndirnar í möppuna. Verkheiti eða nafn, merking og dagsetning verða sjálfkrafa heitið á myndunum sjálfum.

Google Play Store

5.0

Hægt að sækja Ferlamyndir fyrir bæði iOS og Android