hugbúnaður
hýsingar
kerfisrekstur

Ráðgjöf

Ráðgjöf

Ertu að ráðast í breytingar?
Hjá okkur starfa sérfræðingar á öllum sviðum kerfisreksturs.
Við höfum sparað fyrirtækjum háar fjárhæðir þegar kemur að því að endurskoða leyfismál, hýsingar og hugbúnað svo eitthvað sé nefnt.

Hugbúnaðarlausnir

Getum tekið að okkur hugbúnaðarverkefni af ýmsum stærðum og gerðum.
Höfum mikla reynslu af séraðlögunum í WordPress og þá sérstaklega samþættingum milli kerfa.

Forritun
profile-pic

Kringlan

Haustið 2018 tilkynntum við opinberlega að Kringlan ætlaði sér að verða leiðandi í stafrænni verslun hérlendis. Næstu 12 mánuðir fóru í undirbúning verkefnisins og þ.á.m. leit að hæfum samstarfsaðilum sem gætu smíðað eða boðið upp á þær lausnir sem við þurftum til að gera þetta risavaxna stafræna verkefni að veruleika. TACTICA varð á endanum fyrir valinu.

Aðeins hálfu ári eftir að sjálf hugbúnaðarvinnan fór formlega af stað hafði Tactica skilað af sér sínum verkhluta þar sem bæði kostnaðaráætlun og verktími stóðst. Hugbúnaðarlausn þeirra og yfirgripsmikil þekking á samþættingum ólíkra kerfa teljum við vera að stórum hluta það sem tryggði farsæla úrlausn á þessu flókna verkefni.

Ég gef Tactica mín bestu meðmæli og hlakka til áframhaldandi samstarfs.


Tölvuþjónusta

Kerfisrekstur

Öll tölvukerfi, stór sem smá þurfa gott utanumhald.
Það sem skiptir þitt fyrirtæki mestu máli er hversu hagstæð og vönduð sú þjónusta er.

Hýsingar

Við bjóðum hýsingar í ISO 27001 vottuðu gagnaveri.
Öruggt umhverfi með hámarks uppitíma, daglegri öryggisafritun og varaafli.

profile-pic

Íslensk-Bandaríska

Umfang okkar hjá Íslensk-Bandaríska (Ís-Band) jókst töluvert þegar við tókum við sem umboðsaðili Fiat Chrysler á Íslandi og urðum að bílaumboði. Nú er Ís-Band með starfsemi á tveimur stöðum. Bílaumboðið í Mosfellsbæ og verkstæði- og varahlutaverslun í Smiðshöfða í Reykjavík auk þess sem systurfyrirtækið 100 bílar selur notaða bíla í Stekkjarbakka í Mjódd. Þegar við ákváum að úthýsa upplýsingatæknimálum okkar og leituðum að samstarfsaðila þá vildum við finna aðila sem hefði áhuga og getu á að sinna fyrirtæki í okkar stærðarflokki og með okkar flækjustigi. Við völdum Tactica sem okkar samstarfsaðila og sjáum ekki eftir því. Þau búa yfir þekkingu á þeim upplýsingatæknikerfum sem við rekum, eru fljót að bregðast við og sinna okkur á allan hátt mjög vel. Samskiptin milli starfsmanna okkar og Tactica eru góð og engin flækjustig. Engir tengiliðir sem rukka fyrir að senda erindið á næsta mann heldur eru samskiptin beint við fólkið sem vinnur verkið. Starfsfólk Tactica lætur okkur finna að við skiptum þau máli og sinna okkur vel.

Pétur Kr. Þorgrímsson Forstjóri
Samþættingarlausnir

Vefverslunarlausnir

Tengdu viðskiptahugbúnaðinn við vefverslunina. Bjóðum upp á tengingar á milli algengustu vefverslunar- og bókhaldskerfa svo sem Navision og DK.
Samþættum vörur, verð, vörulýsingar, birgðir, pantanir o.fl.


Samstarf við vefstofur

Erum í samstarfi við helstu sérfræðinga landsins í WordPress og WooCommerce.
Láttu okkur aðstoða þig við að velja traustan aðila til að  smíða vefinn þinn.

Skrifstofan í skýinu

Hafðu skrifstofuna í tölvunni, símanum eða spjaldtölvunni.
Hafðu samband við okkur og við hjálpum þér að velja rétta þjónustu.
Hvort sem hún er MS 365 eða Google Workspace þá ertu á réttum stað hjá okkur.  


Risapósthólf og alltaf nýjasti Office pakkinn.
Starfsmenn hafa aðgang að öllum sínum skjölum og pósti hvar sem þeir eru staddir.
Gmail ætlað fyrirtækjum, tengist beint við lénið þitt. Starfsmenn fá pósthólf @lénið-þitt.is og geta nálgast póstinn og  gögnin á hvaða tölvu og snjalltæki sem er í kunnuglegu umhverfi.
profile-pic

Þegar ég flutti mig um set frá Lögfræðistofu Reykjavíkur og opnaði eigin lögmannstofu í miðbæ Reykjavíkur þá þurfti ég að gera ráðstafnir varðandi tölvumál stofunnar. Ég byrjaði í viðskiptum við einn af þessum stóru þjónustuaðilum á markaðnum. Það er skemmst frá því að segja að þegar vandamál komu upp varðandi tölvukerfi stofunnar þá stofnaði þjónustuaðilinn verk á vandamálið og síðan gerðist lítið annað. Verkferlarnir hjá viðkomandi aðila voru því líklega í ágætu standi að nafninu til en hins vegar voru raunverulegar aðgerðir engar.

Þegar ég var að býsnast yfir þessu við einn kunningja benti hann mér á Tactica. Nokkrum dögum seinna var ég búinn að segja stóra þjónustuaðilanum upp og komin í viðskipti við Tactica. Það er skemmst frá því að segja að það er allt annað líf. Bæði er það þannig að Tactica einfaldaði allt tölvukerfið hjá stofunni, vistun gagna, nettengingar o.fl. þannig að núna komast nánast engin vandamál upp. Ef það hins vegar gerist þá er leyst úr þeim hratt og örugglega og af þeim aðila sem sér um tölvumál stofunnar. Engir milliliðar, engir óþarfa verkferlar sem tefja fyrir bara lausnir. Tactica fær mín bestu meðmæli og aðeins meira.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl.
Netafritun

Öryggisafritun gagna

Láttu okkur afrita þín verðmætustu gögn. Sjálfvirk öryggisafritun gagna sem framkvæmd er á hverjum sólarhring án þess að mannshöndin þurfi að koma þar nærri.


Vírusvarnir

Færðu vírusvarnir upp á annað stig með vaktaðri vírusvörn. Hún lætur ekki aðeins þig vita ef eitthvað kemur upp á heldur okkur líka. Viðskiptavinir Tactica treysta okkur fyrir sínum öryggismálum.

Vírusvörn
profile-pic

BDO endurskoðun

Fyrir hönd BDO endurskoðunar get ég fyllilega mælt með þjónustu TACTICA. Þeir hafa rekið tölvukerfið okkar s.l. 7 ár og hafa staðið sig með prýði. Fyrir um ári síðan settum við fjarskiptin okkar einnig í hendur þeirra – en við það lækkaði reikningurinn okkar um u.þ.b. 40%.

Þorlákur Björnsson