Microsoft 365

Microsoft 365 er heildar viðskiptalausn frá Microsoft fyrir tölvupóst og skrifstofuhugbúnað. Pósturinn er hýstur í Exchange sem hefur verið leiðandi í fyrirtækjapósti síðustu árin. Exchange gerir starfsmönnum þínum kleift að deila milli sín tengiliðum, verkum, dagatölum og tölvupósts- samskiptum. Þú getur notað tölvupóstinn á mörgum tölvum/snjalltækjum og pósturinn er alltaf sá sami á þeim öllum. Lesinn póstur á einu tæki merkist lesin á öllum hinum.

Einnig er stuðningur við snjallsíma og spjaldtölvur mjög góður, hann sér ekki einungis um póstinn heldur samkeyrast tengiliðir, dagatöl og verk milli Exchange og snjallsímans.
Allur póstur sem fer í gegnum Microsoft 365 er sjálfkrafa vírus- og ruslpósts skannaður, til að veita bestu vörn sem völ er á.

Exchange tölvupóstur

 • Tölvupóstur, skipulagsdagbók og tengiliðir
 • Kunnuglegt umhverfi — Outlook. Aðgangur úr öllum nýjum vöfrum og snjalltækjum.
 • Mikið geymslupláss (50GB á notanda)
 • Sjálfvirk afritun og ruslpóstsía

Office Pakkinn

 • Vertu ávallt með nýjustu útgáfu af Word, Excel, OneNote, Powerpoint og Outlook,
 • Mögulegt er að setja pakkann upp á fimm mismunandi tæki PC/Mac/Sími/Spjaldtölva
 • Auðveld leið til að fá aðgang að og breyta skjölum úr vefvafra

Skype for Business

 • Vef-fjarfundir
 • Deildu Word, Excel og PowerPoint og öðrum skjölum með þátttakendum fundarins.
 • Möguleiki á að taka upp fundina. 

SharePoint

 • Ítarleg skjalastjórnun og einfalt verkflæði
 • Auðvelt að deila skjölum.
 • Fullkomin aðgangsstýring og sjálfvirk afritun
 • Innri og ytri vefsíða

Viltu vita meira um Microsoft 365 og
skýjalausnir TACTICA?

Hringdu núna í síma 546 6000 eða spjallaðu við okkur hér á vefnum.