Umsagnir viðskiptavina
Haustið 2018 tilkynntum við opinberlega að Kringlan ætlaði sér að verða leiðandi í stafrænni verslun hérlendis. Næstu 12 mánuðir fóru í undirbúning verkefnisins og þ.á.m. leit að hæfum samstarfsaðilum sem gætu smíðað eða boðið upp á þær lausnir sem við þurftum til að gera þetta risavaxna stafræna verkefni að veruleika. TACTICA varð á endanum fyrir valinu.
Aðeins hálfu ári eftir að sjálf hugbúnaðarvinnan fór formlega af stað hafði Tactica skilað af sér sínum verkhluta þar sem bæði kostnaðaráætlun og verktími stóðst. Hugbúnaðarlausn þeirra og yfirgripsmikil þekking á samþættingum ólíkra kerfa teljum við vera að stórum hluta það sem tryggði farsæla úrlausn á þessu flókna verkefni.
Ég gef Tactica mín bestu meðmæli og hlakka til áframhaldandi samstarfs.
Sigurjón Örn Þórsson
Hjá Tactica get ég treyst að ég fæ lausnina sem ég er að biðja um afhenta upp á skilvirkan og hagkvæman máta. Þær fjárfestingar sem mitt fyrirtæki hefur treyst Tactica fyrir hefur verið skilað með þeirri útkomu sem ætlast var til og engir lausir endar.
Verkefnastjórnun og aðgengi að fagmönnum með því besta sem ég hef kynnst á meðal UT fólks á Íslandi. Integrator lausnin sem Tactica innleiddi hjá okkur var nákvæmlega það sem við þurftum til að komast upp á næsta level í utanumhaldi og miðlun á okkar gögnum út á vefsíðuna okkar reykjafell.is
Þórður Illugi Bjarnason
Það er engum ofsögum sagt að við hjá Parallel ráðgjöf leituðum til vel flestra aðila, bæði hér heima og erlendis, í leit að samþættingarlausn fyrir vörugrunna. Integrator lausn Tactica kom best út á endanum.
Eftir innleiðingarferlið er okkur ljóst að lausnin er ekki bara hentug, heldur er hún rekin af reynslumiklu teymi sem þekkir allar hindranir sem geta komið upp í flóknum samþættingarverkefnum.
Ég gef TACTICA einlæg bestu meðmæli. Kringluverkefnið sem er sér á báti á heimsvísu hefði líklega ekki gengið upp án þeirra.
Jökull Sólberg Auðunsson
Umfang okkar hjá Íslensk-Bandaríska (Ís-Band) jókst töluvert þegar við tókum við sem umboðsaðili Fiat Chrysler á Íslandi og urðum að bílaumboði. Nú er Ís-Band með starfsemi á tveimur stöðum. Bílaumboðið í Mosfellsbæ og verkstæði- og varahlutaverslun í Smiðshöfða í Reykjavík auk þess sem systurfyrirtækið 100 bílar selur notaða bíla í Stekkjarbakka í Mjódd. Þegar við ákváum að úthýsa upplýsingatæknimálum okkar og leituðum að samstarfsaðila þá vildum við finna aðila sem hefði áhuga og getu á að sinna fyrirtæki í okkar stærðarflokki og með okkar flækjustigi. Við völdum Tactica sem okkar samstarfsaðila og sjáum ekki eftir því. Þau búa yfir þekkingu á þeim upplýsingatæknikerfum sem við rekum, eru fljót að bregðast við og sinna okkur á allan hátt mjög vel. Samskiptin milli starfsmanna okkar og Tactica eru góð og engin flækjustig. Engir tengiliðir sem rukka fyrir að senda erindið á næsta mann heldur eru samskiptin beint við fólkið sem vinnur verkið. Starfsfólk Tactica lætur okkur finna að við skiptum þau máli og sinna okkur vel.
Pétur Kr. Þorgrímsson
Við hjá GKG höfum treyst á þjónustu Tactica allt frá stofnun fyrirtækisins. Starfsfólk Tactica er ávallt reiðubúið að finna bestu hugsanlegar lausnir fyrir okkur um leið og hagkvæmnin er höfð að leiðarljósi. Það má segja það að Tactica hafi allt sem stóru fyrirtækin geta boðið upp á, það er traust og áreiðanleiki um leið og Tactica hefur sveigjanleikann sem einkennir minni fyrirtæki. Í ljósi reynslu okkar mælum við hiklaust með þjónustu Tactica.
Agnar Már Jónsson
TACTICA hefur séð um tölvumálin hjá okkur í DATEK síðan 2007. Þeir sjá um tölvukerfið, fjarskiptin, vefhýsinguna og daglega öryggisafritun úr húsi. Þjónustan er mjög góð og það er frábært að þurfa bara að hringja í einn þjónustuaðila varðandi ráðgjöf, breytingar eða úrlausnir tengdar tæknimálum.
Jón Hermann Sigurjónsson
Stracta Hótel Hella hefur unnið í nánu samstarfi við Tactica undanfarin ár og sérstaklega með Ríkharði. Það er skemmst frá því að segja að þjónustan er framúrskarandi og fyrsta flokks. Tactica hefur leyst öll okkar tölvu- og tæknivandamál fljótt og vel.
Súsanna Rós Westlund
Fyrir hönd BDO endurskoðunar get ég fyllilega mælt með þjónustu TACTICA. Þeir hafa rekið tölvukerfið okkar s.l. 7 ár og hafa staðið sig með prýði. Fyrir um ári síðan settum við fjarskiptin okkar einnig í hendur þeirra – en við það lækkaði reikningurinn okkar um u.þ.b. 40%.
Þorlákur Björnsson
Þegar ég flutti mig um set frá Lögfræðistofu Reykjavíkur og opnaði eigin lögmannstofu í miðbæ Reykjavíkur þá þurfti ég að gera ráðstafnir varðandi tölvumál stofunnar. Ég byrjaði í viðskiptum við einn af þessum stóru þjónustuaðilum á markaðnum. Það er skemmst frá því að segja að þegar vandamál komu upp varðandi tölvukerfi stofunnar þá stofnaði þjónustuaðilinn verk á vandamálið og síðan gerðist lítið annað. Verkferlarnir hjá viðkomandi aðila voru því líklega í ágætu standi að nafninu til en hins vegar voru raunverulegar aðgerðir engar.
Þegar ég var að býsnast yfir þessu við einn kunningja benti hann mér á Tactica. Nokkrum dögum seinna var ég búinn að segja stóra þjónustuaðilanum upp og komin í viðskipti við Tactica. Það er skemmst frá því að segja að það er allt annað líf. Bæði er það þannig að Tactica einfaldaði allt tölvukerfið hjá stofunni, vistun gagna, nettengingar o.fl. þannig að núna komast nánast engin vandamál upp. Ef það hins vegar gerist þá er leyst úr þeim hratt og örugglega og af þeim aðila sem sér um tölvumál stofunnar. Engir milliliðar, engir óþarfa verkferlar sem tefja fyrir bara lausnir. Tactica fær mín bestu meðmæli og aðeins meira.