1. grein – Almennt
1.1 Skilmálar þessir gilda um alla þjónustu sem viðskiptavinur fær afhenta frá TACTICA ehf. (hér eftir nefnt TACTICA). Við áskrift skuldbindur viðskiptavinur sig til þess að hlíta þeim skilmálum sem TACTICA setur um kjör og notkun þjónustunnar.
1.2 TACTICA veitir hýsingar- og almenna tölvuþjónustu til einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja gegn gjaldi. Viðskiptavinir skulu vera fjárráða og ekki vera í eldri vanskilum hjá TACTICA.
1.3 Uppsetning á internethugbúnaði eða stillingum í tölvu notanda er ekki innifalin í hýsingarþjónustu. Útköll vegna þjónustu skulu vera samkvæmt gildandi gjaldskrá hverju sinni.
1.4 Skipti viðskiptavinur um heimilisfang skal tilkynna það eins fljótt og hægt er.
1.5 Misnotkun á hýsingaraðganginum eða heimasvæði, s.s. birting eða fjöldadreifing ósiðlegs, ólöglegs eða ærumeiðandi efnis varðar við lög. Áskrifanda er óheimilt að vista á heimasvæði sínu efni sem brýtur í bága við íslensk lög. Vistun á torrent skrám, hvort sem um ræðir margmiðlunarefni eða hugbúnað til að sækja gögn sem varin eru af höfundarrétti á vefsvæðum er stranglega bönnuð.
1.6 Heimilt er að synja aðila fyrirfram um reikningsviðskipti ef viðskiptavinur er á vanskilaskrá TACTICA eða á öðrum almennum vanskilaskrám. TACTICA hefur heimild til þess að fara fram á að viðskiptavinur leggi fram tryggingu fyrir öllum gjöldum vegna notkunar á þjónustu. Sama gildir um hvers konar félög og samtök ef svo háttar til um forsvarsmenn viðkomandi félags eða samtaka.
1.7 Skilmálar þessir teljast samþykktir og gagnkvæmur samningur kominn á ef eitthvert af eftirfarandi skilyrðum hefur verið uppfyllt:1.7.1 Viðskiptavinur hefur samþykkt kaup á þjónustu.1.7.2 Viðskiptavinur hefur hafið notkun á þjónustu.
2. grein – Notkun
2.1 Hver viðskiptavinur fær úthlutað aðgangi sem samanstendur notendanafni og leyniorði. Aðgang þennan má einn sá nota sem um hann sækir. Umsækjandi er ábyrgur fyrir aðganginum. Það er með öllu óheimilt að afhenda lykilorð sitt öðrum aðila.
2.2 Viðskiptavinur ber ábyrgð á að notkun þjónustu sé í samræmi við gildandi lög og reglugerðir á hverjum tíma.
2.3 Viðskiptavini er óheimilt að trufla, skerða eða á annan hátt hafa áhrif á notkun annarra viðskiptavina, t.d. með fjöldapóstsendingum eða óhóflegum gagnaflutningum.
2.4 Óleyfilegt er að keyra hverskonar forrit svo sem Proxy, SeedBox og annað sem valdur álagi og niðurhali á þjónustu sem TACTICA býður uppá.
2.5 Áskrifanda ber að öllu leyti að virða þær umgengnisreglur sem settar eru áskrifendum á internetinu, þ.m.t. reglur sem gilda á öðrum hlutum þess og þær notkunarreglur sem heildarsamtök aðila að internetinu setja. Sé áskrifandi fyrirtæki eða félagasamtök skuldbindur hann sig til þess með undirritun sinni a tryggja það að umgengnisreglur þessar og afleiðingar brota á þeim séu brýndar fyrir öllum sem þjónustuna nota.
2.6 TACTICA áskilur sér rétt til að takmarka eða loka á þjónustu til rétthafa þjónustu tímabundið eða ótímabundið verði hann uppvís að misnotkun á þjónustu
3. grein – Greiðsluskilmálar
3.1 TACTICA mun birta opinberlega gjaldskrá fyrir þjónustu á hverjum tíma. Rétthafi getur nálgast gjaldskrána á skrifstofu TACTICA. TACTICA getur breytt gjaldskrá fyrir áskrift að þjónustum og eða öðrum áskriftarskilmálum með eins mánaða fyrirvara. Slíkt skal tilkynnt á heimasíðu TACTICA.
3.2 Skráður rétthafi ber ábyrgð á greiðslum til TACTICA vegna notkunar sem á sér stað. Öllum fyrirspurnum er varðar reikningamál er svarað í síma 546 6000.
3.3 Gjalddagi þjónustu er fyrsti dagur hvers mánaðar.
3.4 Eindagi reiknings er 15-20 dögum eftir gjaldaga. Sé reikningur greiddur eftir eindaga, ber viðskiptavin að greiða dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags auk kostnaðar við innheimtu.
3.5 Athugasemdir skulu gerðar við útgefna reikninga án tafar og eigi síðar en á eindaga, ella telst reikningur samþykktur.
3.6 TACTICA áskilur sér rétt til að loka fyrir þjónustu án fyrirvara 30 dögum eftir að eindagi er liðinn.
3.7 Hafi vanskil viðskiptavinar varað í a.m.k. 90 daga frá eindaga og heildarskuld er a.m.k. 40.000,- að frátöldum vöxtum og kostnaði, áskilur TACTICA sér rétt til að tilkynna nafn viðskiptavinar á vanskilaskrá Creditinfo Ísland (Lánstraust).
3.8 Athugið að greiðslukostnaður bætist við ef ekki er greitt með kreditkorti. Greiðslukostnaðurinn er 150 kr. ef sent er í heimabanka, en 250 kr. viðkomandi vill fá greiðsluseðil sendan.
4. grein – Annað
4.1 Þjónustusamningar öðlast gildi við undirritun eða samþykki í gegnum staðfestan tölvupóst frá þeim sem er í forsvari fyrir kaupanda eða þess sem hefur óskað eftir þjónustunni fyrir hönd kaupanda. Þjónustusamningar eru bindandi í 12 mánuði frá undirritun, eftir það er eins mánaðar uppsagnarfrestur. Uppsögn samnings skal vera skrifleg og send á [email protected]. Uppsagnarfrestur er 1 mánuður og miðast við fyrsta dag næsta mánaðar eftir að uppsögn berst.
4.2 TACTICA ábyrgist hvorki tjón sem skapast vegna notkunar viðskiptavinar eða þriðja aðila á þjónustu TACTICA né tjón sem búnaður þess kann að valda. Þá ábyrgist TACTICA heldur ekki tjón sem stafar af bilunum í grunnkerfum þriðja aðila, vegna óviðráðanlegra orsaka (e. force majeure), s.s. náttúruhamfara, stjórnsýsluákvarðanna, skemmdarverka, mannlegra mistaka eða annarra slíkra aðstæðna.
4.3 Vefsvæði (aðgangur í heild sinni) sem hefur náð 20GB+ að stærð er ekki afritaður. Viðskiptavinur mun sjálfur bera ábyrgð á því að afrita gögn sem vistuð eru á aðgangi sínum.
4.4 TACTICA áskilur sér rétt til að endurskoða þessa skilmála án fyrirvara ef þörf krefur.
4.5 TACTICA áskilur sér rétt til að senda viðskiptavinum póst, bréf og/eða tölvupóst með tilkynningum er varða þjónustuna.
4.6 TACTICA áskilur sér rétt til þess að eyða gögnum viðskiptavinar ef reikningar hafa ekki verið greiddir samfellt í 3 mánuði.
4.7 Brot á ofangreindum skilmálum getur valdið tafarlausri lokun á þjónustu.
4.8 Öll mál, sem rísa kunna vegna brota á þessum samningi skal reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.