Fótspor (e. cookies)

Tactica notar fótspor (e. cookies) til að auðkenna hvaða vafra (e. browser) er verið að nota, mæla umferð, bæta upplifun notenda og fleira á vefsíðu(m) fyrirtækisins.

Hvað er fótspor?

Fótspor eru litlar textaskrár sem settar eru inn á tölvuna eða snjalltækið þitt þegar vefsíða er heimsótt í fyrsta sinn. Sé sama vefsíða heimsótt síðar þekkir hún hvar fótsporið sitt sé að finna og getur nýtt sér það.

Slíkar skrár gefa fyrirtækjum kost á að fylgjast með hvernig viðkomandi notar vefsíðu fyrirtækisins, mæla umferð og bæta þjónustu svo eitthvað sé nefnt. Þegar síðan er notuð í fyrsta skipti þá er óskað eftir samþykki notandans fyrir því að fyrirtækið noti fótspor.

Fótspor geta innihaldið upplýsingar eins og texta, númer, dagsetningar en sjaldnast eða aldrei einhverjar persónuupplýsingar um notendur.

Loka fyrir notkun fótspora.

Auðvelt er að loka á fótspor eða eyða þeim en slíkt getur þó hamlað virkni vefsvæða og komið niður á upplifun þinni. Misjafnt er hvar það er gert milli vafra en einföld leit á vefnum þar sem tekið er fram tegund vafra og hvers sé óskað skilar oftast fjölda niðurstaða.

Líftími fótspora.

Almennt eru fótspor ekki geymd lengur en nauðsynlegt krefur. Sá tími getur verið frá nokkrum klukkustundum til einhverja mánaða og jafnvel ára. Fáir setja líftíma fótspora lengur en 24 mánuði en eins og áður sagði eru dæmi um líftíma þeirra til nokkurra ára.