Veflausnir sem tengja saman reksturinn
Við sérhæfum okkur í að smíða veflausnir sem ekki aðeins líta vel út – heldur styðja raunverulegan rekstur fyrirtækja. Við hönnum vefverslanir sem eru einfaldar í notkun, hraðar í keyrslu og tilbúnar til að stækka með fyrirtækinu þínu.
Vefverslanir sem selja
Við vinnum mest með WooCommerce, sem er eitt öflugasta og sveigjanlegasta vefverslunarkerfið fyrir WordPress.
Við sjáum einnig um rekstur WooCommerce og vefverslunarinnar eftir að hún fer í loftið. Með djúpa innanhúss þekkingu á vefverslunum, bókhaldskerfum og samþættingarmálum tryggjum við að viðskiptavinir séu í öruggum höndum og lausnin virki hnökralaust til lengri tíma.
Sérhæfð samþætting með Integrator
Styrkur okkar liggur í samþættingum. Við höfum þróað okkar eigið kerfi, Integrator, í yfir átta ár. Það er nú þegar í notkun hjá yfir 400 fyrirtækjum, bæði íslenskum og erlendum.
Með Integrator getum við tengt vefverslanir við bókhaldskerfi, birgðakerfi og önnur kerfi sem bjóða upp á vefþjónustur. Þetta sparar tíma, dregur úr villum og tryggir að allar upplýsingar séu alltaf réttar – hvort sem það er í vefnum, bókhaldinu eða lagerstýringu.
Af hverju Tactica?
-
Djúp þekking á WooCommerce og WordPress
-
Rekstur og þjónusta eftir afhendingu – þú ert alltaf í öruggum höndum
-
Sérhæfing í samþættingum fyrir íslensk og erlend kerfi
-
Integrator – okkar eigin lausn, í notkun hjá yfir 400 fyrirtækjum