Við bjóðum upp á alhliða upplýsingatækni lausnir
með áherslu á öryggi, áreiðanleika og
framúrskarandi þjónustu.
Hugbúnaðarlausnir
Við tökum að okkur fjölbreytt hugbúnaðarverkefni – stór sem smá. Við sérhæfum okkur í sérsniðnum lausnum í WordPress, með sérstakri áherslu á samþættingar milli kerfa.
Vefverslunarlausnir
Við sérhæfum okkur í tengingum við vinsælustu vefverslunar- og bókhaldskerfin, svo sem Navision og DK. Samþættum vörur, verð, lýsingar, birgðir, sérverð, pantanir og fleira – allt sjálfvirkt. Bjóðum einnig upp á þjónusuvefi eða svokallaðar Mínar síður þar sem viðskiptavinir þínir geta nálgast reikninga, yfirlit o.þ.h.
Kerfisrekstur
Að skipta um kerfi eða breyta ferlum? Hjá okkur starfa sérfræðingar með víðtæka reynslu af kerfisrekstri. Við hjálpum fyrirtækjum að spara með markvissri ráðgjöf í leyfismálum, hýsingu og hugbúnaði – og höfum sýnt það í verki.
Hýsingar
Við bjóðum hýsingar í ISO 27001 vottuðu gagnaveri. Öruggt umhverfi með hámarks uppitíma, daglegri öryggisafritun og varaafli. Gögnin þín eru alltaf örugg og aðgengileg.
Vírusvarnir
Færðu vírusvarnir upp á annað stig með vaktaðri vírusvörn. Hún lætur ekki aðeins þig vita ef eitthvað kemur upp á heldur okkur líka. Láttu okkar sérfræðinga um að vakta kerfið þitt.
Kerfisrekstur
Öll tölvukerfi, stór sem smá þurfa gott utanumhald. Það sem skiptir þitt fyrirtæki mestu máli er hversu hagstæð og vönduð sú þjónusta er. Við tryggjum rekstraröryggi.
Öryggisafrit
Láttu okkur afrita þín verðmætustu gögn. Sjálfvirk öryggisafritun gagna sem framkvæmd er á hverjum sólarhring án þess að mannshöndin þurfi að koma þar nærri.

