Heildarlausn fyrir fyrirtæki með Microsoft 365
Microsoft 365 er heildar viðskiptalausn frá Microsoft fyrir tölvupóst og skrifstofuhugbúnað. Pósturinn er hýstur í Exchange sem hefur verið leiðandi í fyrirtækjapósti síðustu árin. Exchange gerir starfsmönnum þínum kleift að deila milli sín tengiliðum, verkum, dagatölum og tölvupósts- samskiptum. Þú getur notað tölvupóstinn á mörgum tölvum/snjalltækjum og pósturinn er alltaf sá sami á þeim öllum. Lesinn póstur á einu tæki merkist lesin á öllum hinum.
Fullkominn stuðningur
Einnig er stuðningur við snjallsíma og spjaldtölvur mjög góður, hann sér ekki einungis um póstinn heldur samkeyrist tengiliðir, dagatöl og verk milli Exchange og snjallsímans. Allur póstur sem fer í gegnum Microsoft 365 er sjálfkrafa vírus- og ruslpósts skannaður, til að veita bestu vörn sem völ er á.