Skip to main content

Rekstur tölvukerfa

Hagkvæm lausn án eigin tölvudeildar

Tölvukerfi eru grunnstoð hvers nútímafyrirtækis. Til þess að tryggja áreiðanleika, öryggi og hámarksafköst þurfa kerfin reglulegt viðhald, stöðugt eftirlit og sérfræðilega umsjón. Með rekstrarþjónustu TACTICA færðu allt þetta og meira til.

Þjónusta okkar hentar sérstaklega vel fyrirtækjum sem kjósa að halda kostnaði í lágmarki með því að reka ekki eigin tölvudeild, en vilja engu að síður hafa greiðan aðgang að reyndum sérfræðingum með djúpa þekkingu á lykilkerfum og viðbragðsflýti þegar eitthvað kemur upp á.

Áreiðanleg rekstrarþjónusta fyrir tölvukerfi fyrirtækja

Við höfum yfirumsjón með daglegum rekstri tölvukerfa, sjáum til þess að þau séu ávallt uppfærð, vöktuð og reiðubúin til notkunar. Þannig tryggjum við hámarks uppitíma og stöðugleika, sem skiptir lykilmáli fyrir starfsemi hvers fyrirtækis.

Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar að því að finna hagkvæmar og skalanlegar lausnir sem henta þeirra starfsemi, hvort sem um ræðir einföld skrifstofuumhverfi eða flóknari upplýsingakerfi.