Allt sem fyrirtækið þitt þarf
Google Workspace er öflug lausn fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Þar færðu allt sem þarf fyrir daglegan rekstur – tölvupóst, skjöl, samvinnu og geymslu – í einu notendavænu umhverfi.
Með Gmail færðu öruggan og áreiðanlegan tölvupóst, og í sama pakka fylgja öll helstu skrifstofuforrit Google: Docs til ritvinnslu, Sheets til töflureikninga og Slides fyrir glærukynningar.
Öll mikilvæg gögn eru vistuð í Google Drive, þar sem þau eru sjálfkrafa varin og aðgengileg úr öllum tækjum. Þannig getur starfsfólkið unnið saman í rauntíma, deilt skjölum og haft aðgang að nýjustu útgáfum hvar sem það er statt.
Tactica tryggir örugga innleiðingu
Til að nýta Google Workspace til fulls er mikilvægt að innleiðing og öryggisstillingar séu rétt framkvæmdar. Sérfræðingar Tactica sjá um uppsetningu, rekstur og öryggi kerfisins, svo þú getur einbeitt þér að rekstrinum.
Öflug lausn fyrir menntastofnanir á Íslandi
Tactica er vottaður endursölu- og þjónustuaðili Google Education Plus á Íslandi og þjónustar fjölmargar menntastofnanir um allt land.
Með Google Workspace for Education Plus færðu alla helstu vinnu- og samskiptalausnir Google, sérstaklega hannaðar fyrir skólaumhverfi. Lausnin býður upp á meira en grunnútgáfan – þar á meðal víðtækari öryggisráðstafanir, sem tryggja samræmi við reglur um gagnavinnslu og persónuvernd barna og ungmenna.
Kennarar og nemendur geta unnið saman í rauntíma með Gmail, Docs, Sheets, Slides og Classroom – og öll gögn eru geymd á öruggan hátt í Google Drive. Þetta einfaldar skipulag, eykur skilvirkni og gerir fjarnám og fjarfundahald að sjálfsögðum hluta skólastarfsins.
Tactica – traustur samstarfsaðili skóla
Við sjáum um innleiðingu, rekstur og öryggisstillingar svo tæknin virki hnökralaust og starfsfólk geti einbeitt sér að kennslu.