Allt sem fyrirtækið þitt þarf
Google Workspace er frábær lausn fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Innan vinnusvæðis Google má finna tölvupóstinn Gmail, sem umhverfið er byggt á, og allan þann skrifstofuhugbúnað sem daglegur rekstur þarf á að halda.
Þar á meðal er ritvinnsluforritið Docs, töflureiknirinn Sheets og glærukynningarforritið Slides. Öll mikilvægustu gögnin eru geymd í skjalaþjónustunni Google Drive, sem ber þann kost að gera þau aðgengileg úr öllum leyfðum tækjum!