Skip to main content

Fjarskipti

Öruggar nettengingar

Að vera með hratt og öruggt net er grunnurinn að því að geta rekið fyrirtæki hnökralaust. Við útvegum traustar tengingar og hámarks uppitíma. Ef svo ólíklega vill til að netið fer í felur þá stökkvum við í málið um leið og leysum það hratt og örugglega. 

Við bjóðum einnig upp á varaleið fyrir netið sem tekur við ef nettenging fyrirtækisins fer niður.

Símkerfi

Það er mikilvægt að halda símkerfi fyrirtækisins í góðu lagi, við hjá TACTICA sjáum um rekstur símkerfisins. Við setjum það upp nákvæmlega eftir þörfum og er engin beiðni of flókin. Við göngum úr skugga um að fyrirtækjanúmerið geri það sem það á að gera, vísi á rétta aðila og símsvarinn detti inn og út á réttum tímum. Tökum þetta alveg frá A til Ö og þarft þú því ekki að eyða orku í að hafa áhyggjur yfir símkerfinu.