Skip to main content

Fjarskipti

Öruggar nettengingar

Hraðvirkt og áreiðanlegt net er grunnurinn að öllum rekstri. Með lausnum frá Tactica fær fyrirtækið þitt traustar tengingar, hámarks uppitíma og faglegt utanumhald. Ef óhapp verður og tengingin dettur út, bregðumst við strax við og leysum málið hratt og örugglega.

Við bjóðum einnig upp á varatengingu sem tekur sjálfkrafa við ef aðaltengingin fer niður – þannig að reksturinn stöðvast aldrei.

Símkerfi fyrir fyrirtæki

Símkerfið er oft fyrsta snerting viðskiptavina við fyrirtækið – og því mikilvægt að það virki hnökralaust. Við sjáum um allt frá uppsetningu til daglegs reksturs og aðlögum lausnina nákvæmlega að þínum þörfum.

Við sérhæfum okkur í uppsetningu og þjónustu á 3CX símkerfum, sem bjóða upp á öflugar, sveigjanlegar og notendavænar lausnir. Fyrirtækjanúmerið er stillt þannig að símtöl berist á rétta starfsmenn, símsvarinn virki á réttum tímum og allar séróskir séu uppfylltar.