Samþættingar
TACTICA eru sérhafõ i sampattingarlausnum á milli vefverslana og bókhalds-, birgõa-, vöruhúsa- og Myndabanka (DAM). Frá árinu 2017 hefur Tactica próao hugbúnaõarlausn sem við köllum Integrator, sem einfaldar og gerir vöruumsyslu fyrir vefverslanir mun skilvirkari.
Integrator
Integrator er millilag sem sendir gögn milli kerfa og birtir þau á vefnum á aðgengilegan hátt. Við bjóðum nú þegar upp á tilbúnar tengingar við kerfi eins og WordPress (WooCommerce), Joomla, DK, Navision og Shopify. Einnig er auðvelt að bæta við sérsniðnum tengingum fyrir önnur kerfi.
Með slíkri samþættingu getum við t.d. samhæft birgðastöðu, verð, vörueiginleika og flokka á milli kerfa.
Pantanir úr vefverslun geta sjálfkrafa orðið að reikningum í bókhaldskerfinu, sem einfaldar og hraðar söluferlinu verulega.
En tengingin milli vefverslunar og bókhaldskerfis er aðeins hluti lausnarinnar. Oft þarf að vinna frekar með vörugögnin áður en þau birtast í vefverslun. Til dæmis eru vörulýsingar og tæknilegar upplýsingar ekki alltaf í réttu sniði úr bókhaldskerfum. Myndir eru oft heldur ekki geymdar á hentugan hátt. Því fer myndvinnsla og viðbótarvinnsla vöruupplýsinga fram í Integrator.