Skip to main content

Integrator

Samþættingar

TACTICA eru sérhafõ i sampattingarlausnum á milli vefverslana og bókhalds-, birgõa-, vöruhúsa- og Myndabanka (DAM). Frá árinu 2017 hefur Tactica próao hugbúnaõarlausn sem við köllum Integrator, sem einfaldar og gerir vöruumsyslu fyrir vefverslanir mun skilvirkari.

Integrator

Integrator er millilag sem sendir gögn milli kerfa og birtir þau á vefnum á aðgengilegan hátt. Við bjóðum nú þegar upp á tilbúnar tengingar við kerfi eins og WordPress (WooCommerce), Joomla, DK, Navision og Shopify. Einnig er auðvelt að bæta við sérsniðnum tengingum fyrir önnur kerfi.

Með slíkri samþættingu getum við t.d. samhæft birgðastöðu, verð, vörueiginleika og flokka á milli kerfa.

Pantanir úr vefverslun geta sjálfkrafa orðið að reikningum í bókhaldskerfinu, sem einfaldar og hraðar söluferlinu verulega.

En tengingin milli vefverslunar og bókhaldskerfis er aðeins hluti lausnarinnar. Oft þarf að vinna frekar með vörugögnin áður en þau birtast í vefverslun. Til dæmis eru vörulýsingar og tæknilegar upplýsingar ekki alltaf í réttu sniði úr bókhaldskerfum. Myndir eru oft heldur ekki geymdar á hentugan hátt. Því fer myndvinnsla og viðbótarvinnsla vöruupplýsinga fram í Integrator.

Vöruumsýsluviðmót

Til að stíga skrefið til fulls höfum við þróað notendavænt vöruumsýsluviðmót ofan á Integrator. Viðmótið er hannað með áherslu á einfaldleika, hraða og skilvirkni í allri meðhöndlun vöruupplýsinga.

Markmið okkar er að öll vinnsla sem snýr að vörum fari fram á einum stað – þannig að notendur þurfi ekki lengur að vinna í stjórnborði vefverslunarkerfisins.


Hvað er hægt að gera í viðmótinu?

Hér eru nokkur dæmi um helstu aðgerðir sem hægt er að framkvæma í Integrator viðmótinu:

  • 🔍 Leit og síun – Leiftursnögg leit eftir heiti eða vörunúmeri. Einnig er hægt að sía eftir vöruflokkum, birtingarstöðu og fleiri þáttum.

  • 🖼️ Myndvinnsla – Bæta við eða breyta myndum á vörum. Hægt er að croppa myndir, hlaða þeim upp beint eða setja inn vefslóð sem kerfið sækir myndina frá (myndin vistast, ekki bara tengill).

  • 📋 Tæknilýsingar – Einföld innsetning vörulýsinga án flókinna taflna.

  • 🧩 Sérreitir (Custom Fields) – Stuðningur við fjölbreyttar þarfir og ólíkar framsetningar vöruupplýsinga í vefverslun með sveigjanlegum sérreitakerfum.

  • ⚙️ Reglur og staðlar – Skilgreindu reglur um lágmarks- og hámarksstærðir á myndum, lengd vörulýsinga o.fl. – tryggir gæði vöruupplýsinga.

  • Birtingarstaða vöru (Product Readiness) – Skýr yfirsýn yfir hverjar vörur eru tilbúnar til birtingar – auðvelt að sjá hvað vantar upp á.

  • …og margt fleira!

Hafðu samband til að fá kynningu – við sýnum þér hvernig þú getur einfaldað og sparað tíma í vöruumsýslunni þinni.