PowerLock-150

Netafritun er sjálfvirk öryggisafritun gagna sem framkvæmd er á hverjum sólarhring án þess að mannshöndin þurfi að koma þar nærri.

Eitt af því sem við vitum fyrir víst varðandi tölvur er að á endanum munu þær bila. TACTICA hefur margra ára reynslu í afritun gagna og teljum við okkur því vita ýmislegt varðandi það að tryggja gögn.

Algengustu ástæður gagnataps eru:

   • Security-ApprovedBilanir í hörðum diskum
   • Höggskemmdir
   • Þjófnaður á tölvubúnaði
   • Rafmagnstruflanir
   • Eldsvoði
   • Ofhitnun diska

Hvað segir þú um að fá þér trausta sjálfvirka netafritun af þínum dýrmætustu gögnum, afritun sem framkvæmd er oft á dag?

Flest smærri fyrirtæki sjá sjálf um sín afritunarmál og taka afrit af öllum mikilvægum gögnum svo sem bókhaldshugbúnaði, tölvupósti og öðrum skjölum. Yfirleitt er þá afritun geymd á auka hörðum diski, skrifanlegum diskum, minnislyklum eða spólum.

Gallar við þessar aðferðir eru:

Harðir diskar bila

 • Skrifanlegir diskar eru viðkvæmir fyrir rispum og endast í sumum tilfellum ekki lengur en 3 ár í geymslu.
 • USB Minnislyklar skemmast enn oftar, eru auk þess litlir og því nokkur hætta á að þeir týnist.
 • Spólur ætti aldrei að notast við nema tæknimaður hafi umsjón með afrituninni og afritunarstöðinni. Hreinsa þarf stöðina reglulega og endurnýja spólur.

Ef þitt fyriræki notast við einhverja af fyrrnefndum aðferðum er í raun ómögulegt að segja til um hvort afrituð gögn séu í raun í lagi þegar til kemur að þeirra er þörf.