Við sjáum um afritunina fyrir þína hugarró

Eitt af því sem við vitum fyrir víst varðandi tölvur er að á endanum munu þær bila. Mörg smærri fyrirtæki sjá sjálf um sín afritunarmál og taka afrit af öllum mikilvægum gögnum svo sem bókhaldshugbúnaði, tölvupósti og öðrum skjölum.

Yfirleitt eru afritin geymd á auka hörðum diski, skrifanlegum diskum, minnislyklum eða jafnvel á spólum.

Gallar við þessar aðferðir eru:

  • Harðir diskar bila
  • Skrifanlegir diskar eru viðkvæmir fyrir rispum, endast illa. 
  • USB Minnislyklar geta glatast og skemmst. 
  • Þjófnaður
  • Eldsvoði

Þessu til viðbótar gerir afrit sem geymt er við hlið tölvunnar lítið gagn í bruna eða þegar brotist er inn í fyrirtækið. 

profile-pic

Stracta Hótel Hella hefur unnið í nánu samstarfi við Tactica undanfarin ár og sérstaklega með Ríkharði. Það er skemmst frá því að segja að þjónustan er framúrskarandi og fyrsta flokks. Tactica hefur leyst öll okkar tölvu- og tæknivandamál fljótt og vel.

Súsanna Rós Westlund

​Vaktaðar vírusvarnir

Það er ekki nóg að hafa fullkomin afrit af öllum gögnum ef vágestir hafa greiðan aðgang að þeim. Með vaktaðri vírusvörn þá sér TACTICA um að vakta tölvur allra starfsmanna og við látum þig vita ef við verðum varir við smit eða eitthvað óeðlilegt. 

Settu öryggið í fyrsta sæti

Hringdu núna í síma 546 6000 eða spjallaðu við okkur hér á vefnum.