Öll tölvukerfi, stór sem smá þurfa gott viðhald. Það sem skiptir þitt fyrirtæki miklu máli er hversu hagstæð og vönduð sú tölvuþjónusta er.

TACTICA býður þínu fyrirtæki alhliða tölvuþjónustu sem einkennist af persónulegri og vandaðri vinnu á hagstæðu verði.

Við höfum sérhæft okkur í þjónustu fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki og hagstæðum lausnum fyrir þau.

Tölvuþjónusta í boði:

  • Alhliða viðhald á netkerfum og tölvubúnaði.
  • Alsjálfvirka netafritun. Gögn eru dulkóðuð og afrituð sjálfvirkt yfir netið og geymd í öruggri gagnageymslu með 448bita dulkóðun.
  • Hýsing vefsíðna. Allir vefir eru hýstir í kældu rými á traustum vefþjónum sem tengdir eru 100MB ljósleiðara og varaafli ásamt daglegri öryggisafritun.
  • Vefsíðugerð. Smíðum vefi og vefkerfi fyrir allar gerðir fyrirtækja, stór sem smá.

Viðskiptavinir okkar eru fyrirtæki sem ekki eru með eigin tölvudeild en vilja eiga þess kost að geta kallað til aðila sem þekkir þeirra eigið kerfi, kemur fljótt á staðinn og leysir vandamálin.

HP
Lenovo
Dell Alt
Compaq
Asus
OS-Apple