Google Apps er frábær lausn fyrir fyrirtæki. Í sinni einföldustu mynd er varan póstkerfi en hefur ótrúlega marga eiginleika sem gerir lífið auðveldara í daglegum rekstri fyrirtækja. Líklega ætti að kalla þetta hópvinnukerfi.

Mail_200px-150x150Ef þú þú hefur áhuga á að hagræða í rekstri fyrirtækisins, þ.e.a.s. lækka kostnað, auka ánægju starfsfólks, eða yfirhöfuð einfalda póstkerfi fyrirtækisins þá ættir þú að kynna þér Google Apps.

Það er ekki að ástæðulausu að 5 milljónir fyrirtækja og stofnana hafa flutt sitt póstkerfi yfir í Google Apps og 3.000 bætast við á degi hverjum. Nokkur dæmi um þekkt fyrirtæki og stofnanir sem nota Google Apps:

  • Proctor & Gamble (138.000 starfsmenn)
  • National Geographic
  • Prudential
  • Loreal
  • Los Angeles borg

Háskólar:

  • Northwestern (14.000 nemendur)
  • Arizona State (65.000 nemendur)
  • Trinity háskóli á Írlandi (15.000 nemendur)

Á þessari upptalningu hér að ofan eru eingöngu stór fyrirtæki og stofnanir, en það skal tekið skýrt fram að Google Apps gagnast 1-5 manna fyrirtækjum frábærlega líka.

Hér má finna myndbönd sem sýna viðtöl við eigendur og tæknistjóra fyrirtækja sem hafa ákveðið að hætta með Microsoft Exchange og Outlook og flytja yfir í Google Apps.

Gapps_reseller
Googlemail-128
Drive-128
Calendar-128