TACTICA

Upplýsingatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í viðhaldi og uppsetningu netkerfa. Við útvegum bæði vél- og hugbúnað og veitum rekstraraðilum ráðgjöf um val á þessum og fleiri þáttum.

Teymið

TACTICA samanstendur af einvalaliði lausnaþenkjandi sérfræðinga, hver um sig gegnsósa af reynslu og þekkingu. Við erum alltaf á tánum þegar kemur að nýjustu og hagstæðustu lausnunum.

Ráðgjöf

Ráðgjöf er ört vaxandi þáttur í okkar starfsemi. Við státum af því að hafa sparað fyrirtækjum háar fjárhæðir þegar kemur að því að endurskoða leyfismál, hýsingar og hugbúnaðarval svo eitthvað sé nefnt.

Heimsókn til þín

Við bjóðum hugsanlegum viðskiptavinum frítt innlit og ráðgjöf ásamt léttri úttekt á tölvukerfinu. Þú situr í versta falli eftir með góð ráð og hugmyndir um hvernig hagræða megi í tæknimálum. Pantaðu strax heimsókn með því að smella hér.

Sími og internet

Ef þú vilt lækka kostnaðinn við nettenginguna og símamálin þá skaltu endilega hafa samband við okkur. Fyrir hálft orð mætum við á staðinn og förum yfir símareikninginn þinn og sjáum hversu mikið við getum lækkað hann.

Nýi Tölvu- Og Viðskiptaskólinn

Við hjá Nýja Tölvu og Viðskiptaskólanum fórum með okkar fjarskiptamál til TACTICA ehf í árslok 2013. Það er skemmst frá því að segja að yfirfærslan á símkerfinu, farsímum og nettengingunni gekk algjörlega snurðulaust fyrir sig. Þjónustan er mannleg, snögg og vel framkvæmd án óþarfa málalenginga. Ekki skemmir svo fyrir að reikningurinn hefur lækkað umtalsvert þó þjónustan hafi aukist.

Jón Vignir Karlsson Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Hrl.

Þegar ég flutti mig um set frá Lögfræðistofu Reykjavíkur og opnaði eigin lögmannstofu í miðbæ Reykjavíkur þá þurfti ég að gera ráðstafnir varðandi tölvumál stofunnar. Ég byrjaði í viðskiptum við einn af þessum stóru þjónustuaðilum á markaðnum. Það er skemmst frá því að segja að þegar vandamál komu upp varðandi tölvukerfi stofunnar þá stofnaði þjónustuaðilinn verk á vandamálið og síðan gerðist lítið annað. Verkferlarnir hjá viðkomandi aðila voru því líklega í ágætu standi að nafninu til en hins vegar voru raunverulegar aðgerðir engar.

Þegar ég var að býsnast yfir þessu við einn kunningja benti hann mér á Tactica. Nokkrum dögum seinna var ég búinn að segja stóra þjónustuaðilanum upp og komin í viðskipti við Tactica. Það er skemmst frá því að segja að það er allt annað líf. Bæði er það þannig að Tactica einfaldaði allt tölvukerfið hjá stofunni, vistun gagna, nettengingar o.fl. þannig að núna komast nánast engin vandamál upp. Ef það hins vegar gerist þá er leyst úr þeim hratt og örugglega og af þeim aðila sem sér um tölvumál stofunnar. Engir milliliðar, engir óþarfa verkferlar sem tefja fyrir bara lausnir. Tactia fær mín bestu meðmæli og aðeins meira.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. www.vhv.is
KONTAKT

Tactica hefur séð um öll okkar tölvu- og internetmál undanfarin ár. Þjónustan hefur verið framúrskarandi og þeir hafa ætíð verið snöggir til þegar vandamál hafa steðjað að, en fyrir fyrirtæki eins og Kontakt skiptir það mjög miklu máli. Ég mæli hiklaust með þjónustu Tactica fyrir hvaða fyrirtæki sem er.

STRACTA HÓTEL

Stracta Hótel Hella hefur unnið í nánu samstarfi við Tactica undanfarið ár og sérstaklega með Ríkharði. Það er skemmst frá því að segja að þjónustan er framúrskarandi og fyrsta flokks. Tactica hefur leyst öll okkar tölvu- og tæknivandamál fljótt og vel.

Súsanna Rós Westlund Stracta Hotel
DATEK ÍSLAND

TACTICA hefur séð um tölvumálin hjá okkur í DATEK undanfarin ár. Þeir sjá um tölvukerfið, fjarskiptin, vefhýsinguna og daglega öryggisafritun úr húsi. Þjónustan er mjög góð og það er frábært að þurfa bara að hringja í einn þjónustuaðila varðandi ráðgjöf, breytingar eða úrlausnir tengdar tæknimálum.

Jón Hermann Sigurjónsson DATEK ÍSLAND

Öryggisafritun

Netafritun – sjálfvirk og vöktuð af starfsmönnum TACTICA.

Öryggisafritun gagna er nauðsynlegur þáttur í hverju fyrirtæki og verður alltaf að vera 100% í lagi.

Afritun ætti að fara fram á hverri nóttu og gögnin þín dulkóðuð og færð í öruggt skjól utan fyrirtækisins. Afritun er vöktuð af starfsmönnum Tactica.

Fast mánaðargjald
Afritað úr húsi daglega
Engar áhyggjur!

Vírusvarnir

Miðlægt vöktuð vírusvörn.

Tæknimenn okkar fá umsvifalaust meldingar í formi tölvupósts og sms skilaboða ef óværa reynir að komast í vélar tölvukerfisins.

Nauðsynjavara í hverju fyrirtæki sérstaklega í ljósi þess hversu háþróaðar og skaðlegar óværur eru orðnar í dag.

Fast mánaðargjald per tæki
Vaktað af tæknimönnum
Fljótleg uppsetning

Vefhýsingar

Við hýsum vefi fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Dagleg afritun af öllum vefsvæðum og allt keyrt á öflugum vélbúnaði sem vaktaður er 24/7.

Góður uppitími og snörp þjónusta.

Við erum sérfræðingar í hýsingu á WordPress og þeim öryggisþáttum sem þeim hýsingum tengist.

Vélbúnaður í kældu rými
Tenging við varaafl
Öflugur vélbúnaður
hosting-img

Reynsla. Áreiðanleiki. Sanngirni.

Uppskrift að góðu samstarfi.

-TACTICA