TACTICA

Upplýsingatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í viðhaldi og uppsetningu netkerfa. Við útvegum bæði vél- og hugbúnað og veitum rekstraraðilum ráðgjöf um val á þessum og fleiri þáttum.

Teymið

TACTICA samanstendur af einvalaliði lausnaþenkjandi sérfræðinga, hver um sig gegnsósa af reynslu og þekkingu. Við erum alltaf á tánum þegar kemur að nýjustu og hagstæðustu lausnunum.

Ráðgjöf

Ráðgjöf er ört vaxandi þáttur í okkar starfsemi. Við státum af því að hafa sparað fyrirtækjum háar fjárhæðir þegar kemur að því að endurskoða leyfismál, hýsingar og hugbúnaðarval svo eitthvað sé nefnt.

Heimsókn til þín

Við bjóðum hugsanlegum viðskiptavinum frítt innlit og ráðgjöf ásamt léttri úttekt á tölvukerfinu. Þú situr í versta falli eftir með góð ráð og hugmyndir um hvernig hagræða megi í tæknimálum. Pantaðu strax heimsókn með því að smella hér.

Sími og internet

Ef þú vilt lækka kostnaðinn við nettenginguna og símamálin þá skaltu endilega hafa samband við okkur. Fyrir hálft orð mætum við á staðinn og förum yfir símareikninginn þinn og sjáum hversu mikið við getum lækkað hann.

  • Þorlákur Björnsson

    Fyrir hönd BDO endurskoðunar get ég fyllilega mælt með þjónustu TACTICA. Þeir hafa rekið tölvukerfið okkar s.l. 3 ár og hafa staðið sig með prýði. Fyrir um ári síðan settum við fjarskiptin okkar einnig í hendur þeirra – en við það lækkaði reikningurinn okkar um 40%.

    Þorlákur Björnsson BDO endurskoðun ehf.

Öryggisafritun

Netafritun – sjálfvirk og vöktuð af starfsmönnum TACTICA.

Öryggisafritun gagna er nauðsynlegur þáttur í hverju fyrirtæki og verður alltaf að vera 100% í lagi.

Afritun ætti að fara fram á hverri nóttu og gögnin þín dulkóðuð og færð í öruggt skjól utan fyrirtækisins. Afritun er vöktuð af starfsmönnum Tactica.

Fast mánaðargjald
Afritað úr húsi daglega
Engar áhyggjur!

Vírusvarnir

Miðlægt vöktuð vírusvörn.

Tæknimenn okkar fá umsvifalaust meldingar í formi tölvupósts og sms skilaboða ef óværa reynir að komast í vélar tölvukerfisins.

Nauðsynjavara í hverju fyrirtæki sérstaklega í ljósi þess hversu háþróaðar og skaðlegar óværur eru orðnar í dag.

Fast mánaðargjald per tæki
Vaktað af tæknimönnum
Fljótleg uppsetning

Vefhýsingar

Við hýsum vefi fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Dagleg afritun af öllum vefsvæðum og allt keyrt á öflugum vélbúnaði sem vaktaður er 24/7.

Góður uppitími og snörp þjónusta.

Við erum sérfræðingar í hýsingu á WordPress og þeim öryggisþáttum sem þeim hýsingum tengist.

Vélbúnaður í kældu rými
Tenging við varaafl
Öflugur vélbúnaður

hosting-img

Reynsla. Áreiðanleiki. Sanngirni.

Uppskrift að góðu samstarfi.

-TACTICA